Vika 46/2017

Vika 46 (06.112 - 12.11) birt.

Nýr vikulegur listi hefur verið gefinn út á veflistinn.is

Einn dagurinn 11.11

Í vikunni var vefverslunahátðíð sem gæti verið kölluð „Einn dagurinn“ (e. Single's Day) eða „Einhleypingahátíðin“ ef notast er við hið kínverska heiti dagsins, 光棍节. Þessi dagur var haldinn hátíðlegur með útsölum í íslenskum vefverslunum og hafði það mikil jákvæð áhrif á fjölda heimsókna þeirra.
Skor.is sannaði og sýndi að hún er líklega ein vinnsælasta fataverslun íslands á vefnum með þeim árangri að hækka hæðsta fjölda notenda í viku um rúmlega 50%, en í þessari viku voru taldir 17.153 notendur. Þeirra fyrra met var sett núna fyrir sömmu í fertugustu viku þessa árs þegar þau náð þeim áfanga að 11.108 notendur voru taldir yfir þá vikuna.

Við nánari skoðun á umferð vikunnar kom í ljós vélræn umferð sem var svo lítil að ekki var unt að nema hana með sjálfvirkum aðferðum. Eingöngu er um að ræða nokkra tugi notenda á viku á skor.is, en þessi umferð var sérstök að því leiti að alltaf fylgdust þrjár síðuflettingar að með ójöfnu millibili. Því gekk fjöldi þessara vélrænu heimsókna á hverja vefsíðu upp í þrjá. Að venju var umferðin dregin frá tölum vikunnar og talning á henni stöðvuð.

// gudmundur

Vika 45/2017

Vika 44 (30.10 - 06.11) birt.

Nýr veflisti gefinn út veflistinn.is

Ekkert óvænt kom upp í vikunni fyrir utan smávægilega vélræna umferð, sem kom þó frá mörgum mismunandi aðilum og af mismunandi tilgangi. Slík umferð fannst hjá reykjavik.is og var dregin frá tölum vikunnar.

Fyrir kosningar fjölgar oft þeim sem leita upplýsinga á æviágripssíðum þingmanna á althingi.is. Hinsvegar kom á óvart nú að Katalónar voru stór hluti þeirra sem skoðuðu æviágrip Albertínu Friðbjörgu nýs alþingismanns Samfylkingunnar. Katalónar virðast vera að undirbúa svipaðan vef með upplýsingum um þingmenn sína, þar sem þeir hafa dást að þeim upplýsingum sem við Íslendingar erum með um okkar þingmenn á netinu. En með þessari stórauknu umferð frá Katalóníu komst æviágrip hennar á topplista vikunnar, eins og sjá má hér fyrir ofan.

Bættar matarvenjur 

Katalónar eru með sérstakar matavenjur sem þykja framandi hér á klakanum. Fyrsta máltíð dagsins er að sjálfsögðu léttur morgunmatur, sem þó má sleppa. Í kringum 11 leitið gætu vinnufélagarnir tekið upp á því að skreppa burt af skrifstofunni á kaffihús til að hita sig upp fyrir aðalmátíð dagsins, sem borðuð er á milli 14 og 16 á daginn! Svo þarf að halda sér gangandi með smá millimálaáti fram að kvöldmat, sem oft er borðaður um níu leitið á kvöldin.

Matarmenning Katalóna og Íslendinga er ekki nógu góð ef marka má grein Ölmu hjúkrunarfræðings, sem ritaði pistil á islenskt.is í vikunni um að fjölga beri matmálstímum. Þar er mælt með að borða seinni morgunmat, auk þeirra matmála sem við erum nú þegar með. Þetta á svo að viðhalda brennslu líkamans og koma í veg fyrir fituuppsöfnun.

Líklega höfðu hobbitar Tolkiens eitthvað til síns máls með sínum 6 máltíðum á dag, en þar er hádegisverðinum skipt upp í tvennt og hann hafður sitt hvoru megin við hádegi.

 // gudmundur