Vika 39/2016

Vika 38 (19.09 - 25.09) birt.

Ný vika birt á veflistinn.is

  1. No, The Government Will Not Pay You To Marry An Icelander [grapevine.is]
  2. Pétur Pétursson fallinn frá [karfan.is]
  3. Hún dreifði salti út um alla íbúð og útkoman er æðisleg [frettanetid.is]
  4. Blaut tuska í andlit landsmanna [hringbraut.is]
  5. Justin Bieber In Hot Water (Again) Over “Cold Water” Music Video [grapevine.is]

Það er ótrúlegt hversu lengi grein Grapevines lifir um að íslenska ríkið muni ekki greiða erlendum karlmönnum laun sem kvænast íslenskum konum. Skessuhorn.is hækkaði um 61,4% frá fyrri viku og Brimborg setti nýtt met í vikulegum notendafjölda, aðalega útskýrt með bílaleigubíla sölunnar sem við bentum á í frétt okkar í síðustu viku.

Vika 38/2016

Netpjallið „Svarbox®“ sækir í sig veðrið.

Gaman er að segja frá því að salan á netspjallskerfinu Svarbox® hefur aukist nokkuð undanfarið (eftir lægð undanfarin ár), án þess að Modernus hafi auglýst kerfið sérstaklega.

Sérstaklega finnst okkur skemmtilegt þegar stórir viðskiptamenn, sem áður höfðu hætt með kerfið og sumir jafnvel tekið upp kerfi frá erlendum keppinautum, koma aftur í viðskipti. En þetta gerðist einmitt í vikunni sem er að líða (segjum frá því e. helgi hver það er, uppsetning stendur yfir en um er að ræða einn stærsta þjónustuvef landsins).

Líklega munar hér mestu um verðið á þjónustunni, sem er reyndr afar lágt hjá Modernus, en hitt skiptir líka miklu máli, að hjá Modernus er viðsmótshlý þjónusta – á íslensku!

Verðskrá fyrir netspjall Modernus (Allir greiða kr. 7.250 auk.vsk per sæti á ári f. 1-10 leyfi). Ekkert greitt fyrir stofnun notenda aðeins innheimt fyrir fjölda innskráðra sæta. Frítt "agent-to-agent" spjall. Fyrstu 8 stöfum í kortanúmerum sjálfkrafa eytt e. samtal. Íslensku og ensku leiðrétting og hægt að senda samtal milli fyrirtækja!

Verðskrá helsta keppinautarins (frá kr. 22.080 auk vsk per sæti) fyrir grunnútgáfu, sem er mun einfaldari þjónusta en Svarbox® býður upp á. Venjuleg útg. kostar 45.540 krónur ári (1$=115ISK) fyrir hvern innskráðan þjónustufulltrúa.