Vika 29/2018

Vika 28 (09.07 - 15.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður

 

Þrjár mest lesnu greinar 28. viku á veflista Modernus fjalla allar um bæjar- og sveitastjóramál í Garði og Sandgerði, í Árborg og á Vopnafirði. Þá greindu Víkurfréttir frá nauðlendingu þotu American Airlines vegna tilkynningar viðvörunarkerfis vélarinnar um að eldur væri laus í vélinni, en svo var blessunarlega ekki. 
// thor

Vika 29/2018

Engin persónugreinanleg gögn í teljarakökum Modernus

Yfirlýsing frá Interneti á Íslandi hf. í tilefni gildistöku nýrra laga um persónuvernd vegna vefmælinga Modernus og upplýsingasöfnunar um notkun á vefmilðum, sem eru í vefmælingu hjá Modernus:

„Vafrakökurnar (e. cookies) sem Modernus dreifir undir nafni "teljari.is" til notenda vefja, sem eru í vefmælingu hjá Modernus, innihalda engin persónugreinanleg gögn. Vefir sem kjósa að birta ábendingu um notkun á teljarakökum á vef sínum geta því fullyrt að engum persónugreinanlegum upplýsingum sé safnað eða deilt með þriðja aðila, þ.e.a.s. vefmælingu Modernus.“

Öðru máli kann að gegna um aðrar kökur, sem t.d. geyma upplýsingar um innskráða notendur vefsins og eru Modernus óviðkomandi.

Reykjavík, 16. júlí 2018.

Jens Pétur Jensen, framkv.stj. Internets á Íslandi hf.