Vika 03/2018

Vika 3 (08.01 - 14.01) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

Áhugavert er að tvær fréttir á top lista vikunnar eru tengdar Strætó, en eru þó aðskildar. Sú frétt sem var lesin meir var gefin út fyrir ári síðan en að einhverjum ástæðum varð vinsæl aftur núna á laugar- og sunnudaginn á Facebook. Hin fréttin var vinsæl í upphafi vikunnar og fjallar um að sumir kunni ekki að taka strætó.

// gudmundur

Vika 02/2018

Vika 1 (01.01 - 07.01) birt.

Nýr vikulegur listi hefur verið gefinn út á veflistinn.is

Samgöngur

Eins og flest önnur ár þá hefjast þau á aukningu á heimsóknum á alla vefi, þar sem fólk kemur aftur úr jóladvala á vefheima. Nú skulum við byrja þennan fyrsta pistil 2018 á því að fara í gegnum fréttir og greinar vikunnar sem fjalla um samgöngur í tilefni þess að á óvart kom að ein vinsælasta síða í síðustu viku var um tilboð á bílum.
Visitreykjavik.is kennir erlendum ferðalöngum á íslandi að bannað er að keyra utan vega en í frekar löngum texta sem ferðamenn munu eiga í vandræðum með að lesa á meðan að þeir keyra út af Lefisstöð inn á þjóðveginn. Þar vantar þó setningu um að þegar þeir fljúga myndavélaflygildum sínum yfir fallegan foss og hringsóla í kringum hýbíli bóndans á svæðinu, þá má ekki skjóta flygildið niður.

Fundur um skipulag Akureyrar
var haldinn á Fimmtudaginn þar sem kom fram hávaðamengun í kringum umferðaræðar. En á Austurlandi voru áætlanir um Skriðudalsveginn gagnrýndar fyrir að koma fram fyrir brýnni samgöngubætur.

// gudmundur

Vika 01/2018

Vika 52 (12.25 - 12.31) birt.

Veflistinn.is uppfærður með nýjum vikulegum tölum.

Að þessu sinni birtum við hér lista yfir mest lesnu fréttir ársins

Við birtum einnig árslistann. Þar kemur fram að vedur.is er mest lesni vefurinn í Samræmdri vefmælingu og hækkaði hann um 11%, eða um 17 þúsund notendur á viku, frá því í fyrra.
Fleiri vefir hækkuðu, en Viðskiptablaðið hækkaði um 16,7% prósent, vr.is hækkaði um 12,8% og island.is hækkaði um heil 40% milli ára! Þarna er líklega aukning vegna upptöku annara vefja á innskráningu í gegnum vefinn, þar á meðal er isnic.is. Í fyrra var island.is með 55.492 notendur á viku að meðaltali og þegar flestir fóru á vefinn voru 90.942 vikulegir notendur taldir. Við teljum að notkun landsmanna á island.is muni aukast mikið á nýju ári.

Séð og heyrt voru með þeim fáu sem lækkuðu mikið á milli ára, en vefurinn er ekki til lengur. Lækkun þeirra var gríðarleg og fór úr 13.170 notendum á mánuði í 2.687.

Gleðilegt nýtt ár! Vonandi verður 2018 farsælt öllum.

// gudmundur

Vika 52/2017

Vika 51 (18.12 - 24.12) birt.

Nýr listi birtur á veflistinn.is
Mikil minnkun var á lesningu á vefmiðlum þessa vikunna, enda var fólk að kaupa síðustu jólagjafirnar og undirbúa jólahátðina. Nokkrar áhugaverðar greinar voru á topp listanum og var þeirra á meðal viðtal í Bændablaðinu við framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi um veitingasölu á landinu og hvernig verðlag á veitingum ofbýður ferðamönnum er hluti af því sem kom fram. Öldrunarheimili Akureyrar hefur verið með mánaðarleg kráarkvöld síðasta áratugin og fékk nú vínveitingarleyfi til að minnka óþarfa umstang í kringum það.
Það er alltaf verið að bæta ferðaþjónustukynningarvef höfuðborgarsvæðisins visitreykjavik.is og hefur nú í ár verið stöðugt um 20 þúsund notendur á vefnum í hverri viku síðasta árið.

 

// gudmundur

Vika 51/2017

Vika 50 (11.12 - 17.12) birt.

Nýr vikulegur listi hefur verið gefinn út á veflistinn.is.
// gudmundurSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá