Vika 38/2017

Vika 37 (11.09 - 17.09) birt.

Nýr veflisti gefinn út veflistinn.is

Stjórnarkreppa

Stjórnmálalífið fór úr böndunum  í lok vikunnar eins og sjá má í fréttum. Þar sem þetta kom upp í lok viku komust fréttir um málið ekki inn á mest lesnu fréttir vikunnar, en grein Austurfrétta „móðir allra stjórnarkreppa“ slæddist inn á listann. Grein vísindavefsins „hvað er að hljóta uppreist æru í lagalegum skilningi?“ fjallaði um uppreisn æru og var það hugtak búið að vera í umræðunni alla vikuna.
Stjórnmálamenn eru þeir sem eiga að bæta lífsgæði þjóðarinnar eftir sinni bestu getu og bendir SÁÁ á fjölda sjálfsvíga þeirra ungmenna sem leita hafa til Vogs vegna fíknar sinnar.

Beinvernd eru samtök sem vilja bæta lífsgæði þjóðarinnar, en leggja áherslu á að fækka beinbrotum þeirra sem eldri eru. Í tilefni atburði liðinnar viku birtum við því hlekk yfir á kjúklingauppskrift Beinvendar og vonum að næg bein verði í nefi þeirra stjórnmálamanna sem gefa kost á sér fyrir komandi kostningar og verði ekki of miklir kjúklingar að taka ekki á þeim stóru málum sem bæta þjóðina.

// gudmundur

Vika 37/2017

Vika 36 (04.09 - 10.09) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

Fundur 150 sauðrfjárbænda á Austurlandi var haldinn í þarsíðustu viku og voru fleiri slíkir fundir haldnir í núliðni vikunni.
Í tilefni þess er skemmtilegt að benda á að Byggðastofnun birti í vikunni kort af sauðfjárbúum um landið. Ef allt fer á verstu leið með sauðfjárrækt getum við Íslendingar alltaf lifað á grænmeti og bjór. Hér er uppskrift að gulrótarsúpu sem hefur verið dreift um fésbókina.

Talandi um bjór þá hækkaði midi.is þónokkuð í umferð frá fyrri viku en fór þó eingöngu úr 8. yfir í 5. sæti. Þetta gæti verið vegna Októberfest SHÍ sem var haldið núna um helgina, en sú hátíð var að sjálfsögðu bönnuð yngri en 20 ára.

// gudmundur

Vika 36/2017

Vika 35 (28.08 - 3.09) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

Auk Veflistans, sem sýnir upplýsingar um notkun o.fl. á tilgreindum íslenskum vefmiðlum, birtir Modernus lista yfir mest lesnu fréttir vikunnar. Tölugildin sýna fjöla lesenda:

Það er langt síðan að sjálfvirk tölvugerð umferð hefur fundist á vef, en það gerðist í vikunni sem leið (nr. 35) á vef Einkaleyfastofunnar. Þessi umferð kom erlendis frá og var gríðarleg að stærð miðað við dæmigerða viku á vef þeirra. Eftir að búið var að draga gerfiumferðina frá sjáum við þó að 43% þeirra sem fóru á vef Einkaleyfastofunnar komu erlendis frá og er í samræmi við þeirra umferð frá upphafi. Áhugavert er að helmingur þeirra sem leita að íslenskum einkaleyfum eru útlendingar.

// gudmundur

Vika 35/2017

Ný uppfærsla fyrir Svarbox®

Fyrir nokkrum vikum kom út ný og endurbætt útgáfa af Svarbox® netspjallinu, útg. 2.32.12. Allir sem nota netspjallið Svarbox® eru hvattir til að sækja nýju útgáfuna strax þótt gamla útg. virki eitthvað áfram.

Slóðin fyrir Windows notendur er hér og allar útgáfur undir Svabox hnappinum hér til hliðar. 11:23:44 AM https://update.modernus.is/svarbox/desktop/latest/win


Vika 35/2017

Vika 34 (21.08 - 27.08) birt.

Vikulegur listi gefinn út.

fátt fréttnæmt kom upp í vikunni, eins og sjá má á mest lesnu fréttum vikunnar. Margar af mest lesnu fréttum síðustu viku eru einnig á lista yfir mest lesnu fréttir nýliðinnar viku!

Vefur Íþróttasambandsfatlaðra (ifsport.is) sagði frá því að Guðrún Björt Yngvarsdóttir varð varaformaður Alþjóðalionshreyfingarinnar.

Nams.is tvöfaldaði talda notendur frá fyrri viku. Fjöldi þeirra notanda er þó hvergi nærri fjölda notenda síðasta árs þar sem vefurinn er smám saman að fara yfir á mms.is sem ekki er í talningu. Séð og heyrt vefsíðan er niðri vegna viðhaldsvinnu og því mældust fáir notendur í vikunni.

// gudmundurSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá