Vika 30/2017

Vika 29 (18.07 - 23.07) birt

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

 1. Leysa bílastæða vandann við Flugstöðina [vf.is]
 2. Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Hafnafirði [vf.is]
 3. Suðurnesjalöggan fer ekki til Tenerife [vf.is]
 4. Ekki ástæða til að óttast að vera sendur á Norðfjörð [austurfrett.is]
 5. Prófessor í sýklafræði ósammála skýrsluhöfundum Félags atvinnurekenda [bbl.is]

Akureyri

Bjarnarkló, eða risahvönn, er planta sem bönnuð til ræktunar á Akureyri frá árinu 2011. Snerting á safa hennar getur valdið slæmum bruna, þá sérstaklega í sól.
Því kemur ekki á óvart, sérstaklega með þetta góða veður í vikunni, að bresk ferðaskrifstofa hóf millilandaflug á milli Akureyrar og margra mismunandi breskra borga.

// gudmundur

Vika 29/2017

Vika 28 (10.07 - 17.07) birt

Veflistinn.is uppfærður með nýjum vikulegum tölum.

 1. Veiðiþjófar gómaðir við laxveiði með aðstoð dróna [skessuhorn.is]
 2. Tekjur Austfirðinga 2017: Fjarðabyggð [austurfrett.is]
 3. Lífið er núna – svo sannarlega. Umsögn og myndir [feykir.is]
 4. Keyptu Laxárbakka og eru byrjuð starfsemi [skessuhorn.is]
 5. Tekjur Austfirðinga 2017: Seyðisfjörður [austurfrett.is]

Á meðal top fimm mest lesnu fréttum vikunnar voru tekjur Austfirðinga 2017 fyrir Fjarðabyggð og Seyðisfjörð, en einnig voru vítt lesnar greinar um BorgarfjörðDjúpavogshreppFljótsdalshreppFljótdalshérað, Vopnafjörður.
Á hinum enda landsins í Reykjanesbæ er vöðvatröll sem gekk annsi vel í Vestfjarðarvíkingnum

// gudmundur

Vika 28/2017

Vika 27 (03.07 - 09.07) birt

 Veflistinn.is er kominn með splunkunýjar vikulegar tölur. Fimm mest lesnu fréttapistlar vikunnar voru þessir:

 1. Þú átt barnið, svo taktu ábyrgð! [vikudagur.is]
 2. Heimildamynd um eina heimilislausa mann Reykjanesbæjar gefin út [vf.is]
 3. „Það er ekki slys að setjast drukkinn undir stýri“ [austurfrett.is]
 4. Egilsstaðir besti staðurinn til að vera edrú [austurfrett.is]
 5. Ráð Rótarinnar heimsótti Sjúkrahúsið Vog [saa.is]

Aðrar fréttir

Meðal topp-fimm frétta vikunnar komu áfengi og ábyrgð við sögu í þeim flestum. Tvær áhugaverðar og mikið lesnar fréttir fjalla þó ekkert um áfengi, heldur körfubolta og upprunavottorð raforku.

// gudmundur

Vika 27/2017

Vika 26 (26.06 - 02.07) birt.

Síðasta vika var ágæt og sérstaklega ágæt hjá þeim vefum sem settu met í heimsóknum og birtist á veflistinn.is.

 1. Umkomulausir 11 ára tvíburar í óvænt ævintýri með lögreglunni í Reykjanesbæ [vf.is]
 2. Á sprellanum í gosbrunninum [vf.is]
 3. Landeigendur hyggjast hefja gjaldtöku á bílastæðum í óþökk allra hlutaðeigandi [skessuhorn.is]
 4. Sigurjónsbakarí opnar kaffihús í Hólmgarði [vf.is]
 5. „Það er ekki slys að setjast drukkinn undir stýri“ [austurfrett.is]
Álagningarseðlar einstaklingar voru gerðir aðgengilegir á rsk.is og í framhaldi var fyrra met í fjölda notenda slegið. Í þessari viku fóru þangað 143.773 notendur en fyrra met var upp á 115 þúsund notendur í elleftu viku.
Írskir dagar voru á Akranesi um helgina með hljómsveitum og skemmtunum. Áætlunarskiglingar frá Höfuðborginni og Akraness hófust núna í mánuðinum (19. júní), fjölgun ferða var um helgina og athuguðu margir frétt tengda þeim ferðum og dagskrá hátíðarinnar. Mikil fjölgun var á töldum notendum á akranes.is frá fyrri viku og sló vefurinn met.

// gudmundur

Vika 26/2017

Vika 25 (19.6 - 25.6) birt.

Veflistinn uppfærður með nýrri viku.

 1. Stoppað þar sem hentar þrátt fyrir hættuna sem því fylgir [skessuhorn.is]
 2. Flóð í Hlíðarendaá [austurfrett.is]
 3. Ekkert að því að dorga af bryggjum í Norðfirði [austurfrett.is]
 4. Flætt inn í flesta kjallara við Lónið [austurfrett.is]
 5. „Ég man ekki eftir mér fyrr en mánuði seinna“ [skessuhorn.is]

Vatn

Á meðal fimm mest lesnu frétta vikunnar kom vatn víða við sögu. Flóð var í ám á Eskifirði og Seyðisfirði, stangveiði kom við sögu og bíll keyrði út í ÖlfusáSjóstangaveiðimót íslenskra áhugamannafélaga um sjóstangaveiði mun ekki verða haldið í sumar þar sem ekki fékst veiðiheimild í ár.

Einnig var móðir með sonum sínum sagt að dorg sé bannað á bryggju í Norðfirði þar sem þau voru að stunda veiðar. Lögregan taldi að bann væri á veiðum innan þess friðunarsvæðis sem þau voru innan, en eftir nánari athugun kom í ljós að landeigandi sem getur bannað stangveiði, hafði ekki gert það.

Ferðamenn

Hestar eru mjög fallegar skepnur sem gaman er að virða fyrir sér. Oft stoppa vegfarendur út í vegkanti við girðingar og gefa hestum. Þegar stórir langferðabílar stöðva ferð sína til að hleypa ferðamönnum út til að klappa íslenskum hestum getur skapast slysahætta þar sem þrengra akstursrými verður á vegi.

Ferðamenn geta nú tekið Strætó innan marka höfuðborgarsvæðisins og nýtt sér borgarpassann til að ferðast og fara á söfn í nokkra daga.

// gudmundurSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá