Vika 29/2018

Vika 28 (09.07 - 15.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður

 

Þrjár mest lesnu greinar 28. viku á veflista Modernus fjalla allar um bæjar- og sveitastjóramál í Garði og Sandgerði, í Árborg og á Vopnafirði. Þá greindu Víkurfréttir frá nauðlendingu þotu American Airlines vegna tilkynningar viðvörunarkerfis vélarinnar um að eldur væri laus í vélinni, en svo var blessunarlega ekki. 
// thor

Vika 29/2018

Engin persónugreinanleg gögn í teljarakökum Modernus

Yfirlýsing frá Interneti á Íslandi hf. í tilefni gildistöku nýrra laga um persónuvernd vegna vefmælinga Modernus og upplýsingasöfnunar um notkun á vefmilðum, sem eru í vefmælingu hjá Modernus:

„Vafrakökurnar (e. cookies) sem Modernus dreifir undir nafni "teljari.is" til notenda vefja, sem eru í vefmælingu hjá Modernus, innihalda engin persónugreinanleg gögn. Vefir sem kjósa að birta ábendingu um notkun á teljarakökum á vef sínum geta því fullyrt að engum persónugreinanlegum upplýsingum sé safnað eða deilt með þriðja aðila, þ.e.a.s. vefmælingu Modernus.“

Öðru máli kann að gegna um aðrar kökur, sem t.d. geyma upplýsingar um innskráða notendur vefsins og eru Modernus óviðkomandi.

Reykjavík, 16. júlí 2018.

Jens Pétur Jensen, framkv.stj. Internets á Íslandi hf.

Vika 28/2018

Vika 27 (02.07 - 08.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður

 

 

Góðir nágrannar á Akranesi hrinda af stað söfnun fyrir íbúa húsnæðis sem varð fyrir eldsvoða í síðustu viku, Skessuhorn greindi frá. Ýmsar fréttir voru birtar tengdar umsóknum og ráðningum í stöðu bæjarstjóra víðs vegar um landið. Þá féll gríðarstór skriða úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará, bóndi í Hítardal lýsir atvikinu sem náttúruhamförum. 

 

// thor

 

Vika 27/2018

Vika 26 (25.06 - 01.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður.

Fjórar mest lesnu greinar vikunnar á vefum sem skráðir eru í vefmælingu eru í neikvæðari kantinum. Eldsvoði í húsi á Akranesi, innbrot á Sauðárkróki, íbúi í Reykjanesbæ ósáttur við Arion Banka vegna máls tengdu kísilverksmiðjunni í Helguvík og grein Bændablaðsins um áhyggjufullan bónda er enn á lista. 
Á jákvæðari nótum birtu Víkurfréttir myndband af garðeigendum í Keflavík sem leggja mikinn metnað í að halda garðinum sínum snyrtilegum og ganga um garðinn í gaddaskóm til þess að gata svörðinn og hleypa meira súrefni til rótanna.
// thor

Vika 26/2018

Vika 25 (18.06 - 24.06) birt.

Veflistinn.is uppfærður
Á vef bændablaðsins er frétt um bónda sem hefur áhyggjur af uppkaupum auðmanna á bújörðum og yfirtöku veiðifélaga. Þá eru golfvellir landsins margir hverjir í slæmu ástandi m.a. vegna lélegrar umgengni íslenskra kylfinga, þó veðrið síðustu mánuði hjálpi ekki til, eins og kemur fram í grein vefsins kylfingur.is.
Vedur.is er enn langstærsti vefurinn á veflistanum, með tæplega 198.000 vikulega notendur. Má áætla að nokkuð stór hluti þeirra notenda séu kylfingar í von um betra veður en verið hefur undanfarið.
// thorSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá