Vika 46 (06.112 - 12.11) birt.

Nýr vikulegur listi hefur verið gefinn út á veflistinn.is

Einn dagurinn 11.11

Í vikunni var vefverslunahátðíð sem gæti verið kölluð „Einn dagurinn“ (e. Single's Day) eða „Einhleypingahátíðin“ ef notast er við hið kínverska heiti dagsins, 光棍节. Þessi dagur var haldinn hátíðlegur með útsölum í íslenskum vefverslunum og hafði það mikil jákvæð áhrif á fjölda heimsókna þeirra.
Skor.is sannaði og sýndi að hún er líklega ein vinnsælasta fataverslun íslands á vefnum með þeim árangri að hækka hæðsta fjölda notenda í viku um rúmlega 50%, en í þessari viku voru taldir 17.153 notendur. Þeirra fyrra met var sett núna fyrir sömmu í fertugustu viku þessa árs þegar þau náð þeim áfanga að 11.108 notendur voru taldir yfir þá vikuna.

Við nánari skoðun á umferð vikunnar kom í ljós vélræn umferð sem var svo lítil að ekki var unt að nema hana með sjálfvirkum aðferðum. Eingöngu er um að ræða nokkra tugi notenda á viku á skor.is, en þessi umferð var sérstök að því leiti að alltaf fylgdust þrjár síðuflettingar að með ójöfnu millibili. Því gekk fjöldi þessara vélrænu heimsókna á hverja vefsíðu upp í þrjá. Að venju var umferðin dregin frá tölum vikunnar og talning á henni stöðvuð.

// gudmundur

Skrifað 13. Nov 2017 13:55