Vika 46 (13.11 - 19.11) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

Gamlar fréttir

Gömul fundargerð á akureyri.is kom óvænt inn á top lista vikunnar. Ástæða þess er líklega sú að Snorri Óskarsson skrifaði innlegg á Facebook að ólögleg uppsögn hans frá grunnskóla á Akureyri mætti rekja til Loga Má Einarssonar, sem hann rökstuddi með hlekk í fundargerðinaLogi neitar að hann hafi komið að uppsögninni. Um er að ræða á þriðja fund skólanefndar 6. febrúar 2012, þar sem nefndarmaðurinn Logi Már Einarsson talaði um svokallaðan „hatursáróður. Vill Snorri meina að þetta hafi orsakað uppsagnar hans.

Vefir láu niðri

Fjölmargir vefir fóru niður vegna kerfishruns 1984.is í vikunni. Skessuhorn.is átti afrit af vefi sínum og setti upp á öðrum vefþjóni, en nýlegar fréttir þeirra eru ekki aðgengilegar lengur. Frétt þeirra „Leggja til að útileikvöllur verði gerður fyrir fullorðna“ er hvergi aðgengileg lengur, en önnur frétt þeirra „Hnerripest í hundum og köttum“ er aðgengileg í gegnum skindiminnisafrit Googles.

Nýr vefur veiðin.is fór í loftið rétt fyrir hrunið hjá 1984.is og voru því fáir notendur mældir í vikunni, þessa örfáu klukkustundir sem vefurinn var uppi. Engin afrit eru aðgengileg af vefnum þessa stundina svo að ekki er hægt að fara á fréttir þeirra eins og Viðileyfin hækka í Breiðdalsá. Þar sem vefurinn er glæ nýr er hvorki hægt að finna skindiminnisafrit af efni vefsins né vefinn í gegnum leitarvélar.

// gudmundur

Skrifað 20. Nov 2017 09:29