Tæknilegar upplýsingar um Svarbox®

(Sækja sem PDF )


Ágæti forritari, áður en hafist er handa við uppsetningu á Svarbox® samskiptakerfinu þarf að athuga nokkur mikilvæg atriði. Spurningar vegna tækni- eða útlitsmála skal senda á svarbox@modernus.is.

Búa þarf til útlit á þrjár vefsíður sem verða notaðar af viðskiptamönnum og almenningi:

 1. Innskráningarsíðan. Þetta er sú síða sem notendur sjá þegar þeir smella á Svarbox® takkann. Hér eru notendur oftast beðnir um að slá inn nafn og netfang, en það getur verið breytilegt fyrir hvert Svarbox® fyrir sig.
 2. Þjónusta lokuð síðan. Þessi síða birtist notandanum ef smellt er á Svarbox® takkann þegar enginn þjónustufulltrúi er innskráður. Hér er hægt að hafa textabox þar sem notendur geta sent skilaboð og fengið svar seinna meir.
 3. Spjallsíðan. Þetta er aðalgluggi Svarbox® kerfisins og sú síða sem notendur sjá á meðan spjallinu stendur.

Í vefkerfi Modernus á http://login.modernus.is er fullkomið viðmót sem hægt er að nota til að hanna sniðmát fyrir Svarbox®. Bæði er boðið upp á tilbúin sniðmát sem hægt er að laga að þörfum viðskiptavina og einnig hægt að hanna eigin viðmót frá grunni í HTML og CSS. Viðmótið til að hanna viðmót er aðgengilegt undir >>Stillingar/Svarbox/Útlit og texti. Athugið að ef á að hanna viðmót frá grunni að taka vel eftir tilmælum sem birtast í vefkerfinu varðandi þau atriði sem þurfa að vera til staðar í viðmótinu til að tryggja rétta virkni.

Búa til aðganga fyrir starfsmenn

Aðeins svonefndur yfirnotandi (yfirleitt sá sem sótti um þjónustuna) getur veitt öðrum starfsmönnum aðgang og eytt aðgangi. Nýir notendur eru stofnaðir undir Stillingar>>/Svarbox/notendalisti, efst í valglugga eftir innskráningu á login.modernus.is. Nýir notendur fá sjálfvirkt póst frá kerfinu með tengislóð sem sannreynir netfangið. Allir notendur byrja á því að setja inn persónulegar upplýsingar s.s. nafn, kyn, síma, og myndir eftir því sem við á hverju sinni.

Myndirnar þurfa að vera af stærðinni 80x100 dílar (pixels).

Setja upp forritið

Setja þarf Svarbox® forritið upp á tölvum þeirra þjónustufulltrúa sem ætlað er að nota kerfið.

Hægt er að sækja Svarbox® forritið hér. Til að setja forritið upp þarf að hafa "administrator" réttindi í Windows. Venjulegir notendur geta þó keyrt það eftir uppsetningu.

Eldveggir

Ef tölvur þjónustufulltrúa eru bak við eldvegg þarf að opna hann út á tcp-porti 3485 á IP töluna 193.4.59.105.

Bæta við tengli á SvarBoxið frá vefnum

Bæta þarf tengli á vef fyrirtækisins. Slóðin er á forminu 'http://svarbox.teljari.is/?c=XX' og kemur í tölvupósti eftir umsókn um SvarBoxið.

Ýmsir möguleikar eru fyrir tengilinn.

Svarbox í nýjum glugga

Best er er að láta Svarboxið opnast í nýjum glugga. Það er hægt með því að setja kóðann hér fyrir neðan fyrst ofarlega á síðunni sem á að bæta tenglinum inná:

 <SCRIPT LANGUAGE="JavaScript">
  function popupPage(popurl, w, h) {
   var windowprops = "location=no,scrollbars=yes,menubars=no,toolbars=no,resizable=yes" +
            ",left=" + 50 + ",top=" + 50 + ",width=" + w + ",height=" + h;
   popup = window.open(popurl,"MenuPopup",windowprops);
  }
 </SCRIPT>

 

og svo verður tengillinn (þar sem XX er ServiceId sem kemur til ykkar í tölvupósti):

 <a href="javascript:popupPage('http://svarbox.teljari.is/?c=XX'," 600, 520)">Svarbox®</a>
 

Birta skal mismunandi Svarboxmerki (lógóið) eftir því hvort einhver er við, eða ekki við

Hægt er að hafa mismunandi merki eftir því hvort einhver þjónustufulltrúi er við eða ekki. Þá er merkið haft í lit þegar einhver er við og tilbúinn að svara, en svart-hvítt ef enginn er við. Það er gert með því að hafa slóðina í merkið: "http://svarbox.teljari.is/customer/button/?c=XX" þar sem XX er ServiceId.

<a href="javascript:popupPage('http://svarbox.teljari.is/?c=XX', 600, 520)">
 <img src="http://svarbox.teljari.is/customer/button/?c=XX" alt="SvarBox">
</a>

 

Ekki birta Svarboxmerkið, nema einhver sé við

Hægt er að birta merki Svarboxins einungis ef einhver er við. "http://svarbox.teljari.is/customer/?c=XX" skilar hversu margir þjónustufulltrúar eru við í augnablikinu.

Ef birta á Svarbox-tengil þegar einhver er við, en einungis tölvupóstfang ef enginn er við þá mætti t.d. gera það á þennan veg í PHP:

<?php

$agents = file_get_contents("http://svarbox.teljari.is/customer/?c=XX");

if ($agents!==FALSE && intval($agents)>0) {
 echo "<a href=\"javascript:popupPage('http://svarbox.teljari.is/?c=XX', 600, 520)\">" .
    "<img src=\"http://svarbox.teljari.is/customer/button/?c=XX\" alt=\"SvarBox\">" .
    "</a>";
} else {
 echo "Hafðu samband í tölvupósti á " .
    "<a href=\"mailto:fyrirspurn@modernus.is\">fyrirspurn@modernus.is</a>" .
    " eða komdu aftur á skrifstofutíma til að hafa samband með Svarboxi";
}

?>