Reglur um innsetningu á vefmælikóða Modernus


 1. Javaskriftkóða Modernus® má ekki breyta að neinu öðru leyti en með innsetningu á breytum. Annars vegar breytu fyrir "síðunafn" og hins vegar breytu fyrir "númer vefhluta". Aðeins má setja inn vefhlutanúmer ef um vefhlutamælingu er að ræða. Hana þarf að virkja sérstaklega.
 2. Kóðann má eingöngu setja inn í vefskjöl, sem tilheyra léninu, sem hann er merktur. Merkingin kemur fram í fyrstu kóðalínunni.
 3. Kóðinn skal standa einn og sér, og vera vel aðgreindur frá öðru efni í skjalinu sem hann mælir.
 4. Kóðann skal eingöngu staðsetja í meginrammanum í hverjum vafraglugga þegar um rammaða vefi (Frame) er að ræða.
 5. Kóðann skal staðsetja þannig að hann finnist auðveldlega neðst í vefskjalinu sem hann mælir, ca. tveimur línubilum ofan við lokatögin /body og /html.
 6. Kóðann má ekki setja inn í aukaramma, sem birtast í sama vafraglugga og meginramminn, sem hann mælir. Hér er t.d. átt við svonefnda "pop-up" glugga, valmyndaramma (fliparamma) gardínur, "toolbars", auglýsingaslár o.fl.
 7. Kóðanum er skipt upp í um 20 línur. Hann skal vera sem næst eins í skjalinu sem hann mælir. Skiptist ákveðnar línur í kóðanum upp í tvær eða fleiri línur, hefur það áhrif til vanmælingar. Varist að nota vefsíðugerðarforrit við innsetningu kóðans. Notið helst einfaldan textaritil s.s. Notepad.
 8. Notið helst enska lágstafi í síðunöfnum, tölustafi, bandstrik eða undirstrik. Notið engin önnur tákn, nema URL-encode sé notað. Sjá almennar leiðbeiningar neðar á síðunni varðandi gagnagrunnstengda, dýnamíska, vefi. URL-encode tól er að finna á forsíðu modernus.is.
 9. Varist að nota bil [ ] í síðunöfnum nema URL encode sé notað. Hér eru nokkur dæmi um rétt skrifuð síðunöfn: "frettir", "um_okkur", "fyrirtaekid", "forsida", "verdskra", "vidskipti-og-hlutabref", "vefverslun" o.s.frv.
 10. Eftirfarandi tákn má ekki nota í síðunöfnum (breytum): ~´*°^<>:;/'#$%&"!=
 11. Mælikóðinn byrjar á setningunni: !-- Virk vefmæling® byrjar --! og hann endar á setningunni: !-- Virk vefmæling® endar --! Þetta er vörumerkjaskráning mælikóðans. Merkinguna má ekki fjarlægja. Javaskriftkóði Modernus® er eign Modernus ehf. Allur réttur áskilinn.