Samræmd vefmæling

Skoða lista >>

Modernus rekur Samræmda vefmælingu® á Íslandi í samstarfi við vefina sem þátt taka í samstarfinu hverju sinni. Samræmd vefmæling hóf göngu sína 1. maí 2001 og er ætluð innlendum vefmiðlum eingöngu. Í samstarfinu taka þátt um 150 vefir.

Samráðshópur fulltrúa stærstu vefmiðlanna semur og þróar reglurnar og ræðir og sker úr um ágreiningsmál sem upp kunna að koma.

Í samráðshópi um Samræmda vefmælingu sitja fulltrúar stærstu innlendu vefmiðlanna. Þeir koma frá mbl.is, visir.is, leit.is, ja.is og eve-online.com ásamt einum fulltrúa frá Samtökum Auglýsenda og fulltrúa frá Internet á Íslandi. Fundir eru haldnir minnst tvisvar á ári að hausti til og fyrri part árs. Samræmd vefmæling hefur fest sig í sessi sem sá mælikvarði sem markaðsaðilar treysta.

Modernus rekur Samræmda vefmælingu með sama sniði í Færeyjum (Vevmátingalistin) í samstarfi við Gallup Føroyar.