Modernus - deild í Interneti á Íslandi hf.


Modernus ehf var stofnað í janúar 2000. Félagið keypti 93% hlut í Interneti á Íslandi hf. í mars 2007 og var eins og lög gera ráð fyrir slitið eftir sameiningu við það félag 1. janúar 2008. Modernus er nú deild í Interneti á Íslandi. Hlutafé félagsins er 20.000.000 að nafnvirði. Hluti starfsemi Modernus, Samræmd vefmæling®, er starfrækt í samráði við samráðshóp um Samræmda vefmælingu, sem stærstu vefir landsins eiga fulltrúa í. Samræmd vefmæling þjónar einnig Færeyjum í samstarfi við Gallup Föroyar. Aðrar deildir Internets á Íslandi hf. eru ISNIC sem sér um reksturinn á rótarnafnaþjóninum fyrir Ísland og frumskráningu á .IS lénum, og RIX (Reykjavik Internet Exchange) sem er sameiginlegur tengipunktur internetþjónustuaðila á Íslandi og hefur það meginhlutverk að koma í veg fyrir að innlend netumferð flæði um utanlandasambönd með tilheyrandi kostnaði og lengingu á svartíma innlendrar netnotkunar.

Stjórn Internets á Íslandi hf.