Vika 07/2019

Svarbox spjallþjónn samskipti niðri

Þann 13. febrúar 2019 klukkan 16:12 var ný vél sett í loftið með rangri uppsetningu á Svarbox spjallþjóni. Tengingar þjónustufulltrúa og spyrjenda komust ekki inn á þessa nýju vél. Nokkrum mínútum síðar var umssjónarmönnum Svarboxins gert viðvart við vandann og kerfisstjórn látin vita. Tengingum var aftur beint að Svarbox spjallþjóninum og hann endurræstur 16:26.

Vika 46/2018

Svarbox spjallþjónn

Álag orsakað af spyrjendum hægði á innskráningu þjónustufulltrúa í Svarboxið svo að á endanum var innskráning þjónustufulltrúa nánast stopp. Svarbox spjallþjónn var endurræstur og lokað var á tengingar frá spyrjendum.

Vika 26/2018

Vefmæling biluð

Það er útfall í talningu, unnið er að lagfæringu.

Eftir lagfæringu:

Teljaravélarnar vinna eðlilega en það mun taka nokkrar klukkustundir að vinna úr uppsöfnuðum gögnum. Talning lá þó niður á meðan á lagfæringu stóð í um klukkutíma.

Vika 20/2018

Svarbox sambandsslit

Spjallþjónn Svarboxins sleit tengingum við suma þjónustuaðila á milli 13:15:13 og 13:15:49. Svarbox þjónninn hegðaði sér er kominn í eðlilegt horf og við erum að skoða hvað kom fyrir. Uppfærsla á gamla spjallþjóninum sem hefur þjónað okkur vel í gegnum tíðina var nú þegar áætluð og er í skoðun.

Vika 15/2018

Svarbox endurræsing

Nú þann 12. apríl klukkan 7:30 í morgun var spjalljþónn Svarboxins uppfærður og endurræstur. Þeir sem voru inni duttu út.

Vika 08/2018

Svarbox niðri

Núna rétt áðan í morgun fór Svarbox spjallþjónninn niður. Við uppfærðum spjallþjóninn á nýja uppfærða útgáfu og settum hann í loftið aftur.

Viðbót:
Eftir frekari eftirgrennslan var bilun fundin og löguð á Spjallþjóns vélinni. Bilunin virðist hafa leitt til þess að spjallþjóninn hafi farið í lás. Vöktun á Spjallþjóni verður aukin.

Nýa uppfærslan á spjallþjóninum opnar fyrir notkun á nýju viðmóti spyrjenda Svarboxins.

Vika 01/2018

Svarbox hægt

Svarboxið varð hægt klukkan 13:04 2018-01-04. Lokað var fyrir tengingu þess sem orsakaði hægaganginn og voru kerfin komin í lag klukkan 15. Ekki þurfti að endurræsa spjallþjóninn en þegar mest álag var á honum gátu þjónustufulltrúar ekki skráð sig inn og viðskiptavinir þurftu að bíða í 5 sekúndur eftir að opna spjallglugga.

Vika 31/2017

Svarbox endurræsing

Endurræsa þurfti spjallþjón klukkan 13:38 þar sem spjalljþjónn hætti að svara fyrirspurnum.

Vika 01/2017

Villa í opnunartímum

Villa varð klukkan 10:15 í morgun í grunnkerfi Svarboxins svo að þau Svarbox sem ekki voru með skilgreindann opnunartíma í morgun var óvart tekið eins og um lokun sé að ræða.

Þessi villa var löguð um 13:15 leitið og virka opnunartímar nú rétt.

Vika 41/2016

Bilun í Svarboxþjóni

Bilun var í Svarboxþjóni um morgun 10 októbers 2016 svo að þjónustufulltrúar gátu ekki skráð sig inn tímabundið og viðskiptavinir komust ekki í samtöl. Vandamálið var lagað skömmu eftir uppgvötvun.Síða: 1 2 3 4 5 6Fréttalisti · Atburðaskrá