Vika 26/2021

Svarbox spjallþjónn #1 endurræstur

Svarbox þjónustur er dreift á nokkra þjóna, spjallþjónn númer 1 kláraði óvænt það minni sem var til, meira minni var bætt við og þurfti að endurræsa þjóninn. Þær þjónustur sem voru á þjóni númer 1 voru niðri á milli 11:09 og 11:18

Þjónustufulltrúar sem duttu út skráðust sjálfkrafa inn aftur þegar þjónustan var aftur komin upp.
Við afsökum óþægindin og þökkum skilninginn.

Vika 04/2021

Varðhundur og Svarbox niðri

Vöktun varðhunds lá niðri frá 21:53 þann 2021-01-23 til 10:20 þann 2021-01-24. Sjá atburðaskrá á isnic.is

Vefmæling hélt áfram án vandræða.

Vika 02/2021

Routine upgrades reverted

Routine upgrades caused some Svarbox related web requests to fail. This may have prevented the Svarbox chat from loading for some users. The upgrade has been reverted and we are investigating further.
We are confident that the service is working normally again.

Vika 19/2020

Uppfærsla

Uppfærsla var nú í morgun á spjallþjóni og var hann endurræstur. Var það til þess að laga biðtíma spyrjenda í viðmóti þjónustufulltrúa.

Vika 16/2020

Svarbox server spyrjanda niðri

Klukan 9:40 í morgn kom upp villa á nýjum server sem tengingar spyrjenda í Svabroxinu koma inn á. Vefþjónn var endurræstur og misstu spyrjendur við það tengingu við þau spjöll sem þeir voru í.

Vika 16/2020

Þjónusturof frá 12. apríl kl 22:12 til 13. apríl kl 03:55

Stór hluti þjónustna sem Modernus veitir (Svarbox, Innlesning gagna í vefmælingu og Varðhundur) urðu fyrir þjónusturófi milli 12. apríl  kl 22:12 og til 13. apríl kl 03:55.

Örsök var ljósbreyta sem gaf sig og hafði víðtæk áhrif.

Eftir á að greina afhverju bilun var svona víðtæk.

Vika 13/2020

Svarbox spjallþjónn niðri

Svarbox þjónn fór niður klukkan 14:50 nú mánudaginn 23. mars 2020 vegna villu og fór aftur upp klukkan 15:04. Villan tengdist því að íslenskir stafir birtust ekki rétt.

Villan var löguð rétt eftir klukkan 21:00 miðvikudaginn 25. mars og birtast íslenskir stafir aftur rétt.

Vika 09/2020

Tenging við modernus.is í gegnum Svarboxið niðri

Sjálfvirkar innskráningar í gegnum Svarbox forrit þjónustufulltrúa inn á modernus.is virkaði ekki nú í morgun. Það hefur nú verið lagað klukkan 9:30 og munu allir geta komist inn á modernus.is í gegnum modernus.is flipann nú aftur.

Innskráning brotnaði aftur

Samdægurs um fjögur leitið brotnaði innskráning aftur fyrir suma, en það uppgvötvaðist ekki fyrr en klukkan 9 um kvöldið þar sem allir þjónustufulltrúar sem spurðir voru gátu skráð sig inn. Villan var plástruð þegar kom í ljós að ekki allir skráðust inn og verður löguð nú daginn eftir.

Ástæða villunar var fundin og er það misræmi í því hvernig smákökur í mismunandi vöfrum eru höndlaðar og var ekki tekið við smákökum, rétt unnið úr eða rangt merktar, eftir því hvernig útfærsla þess vafra og hversu gamall vafrinn er.

Vika 47/2019

Endurræsing á spjallþjón

Í dag þann 19 nóvember 2019 klukkan 8:07 var spjallþjónn Svarboxins endurræstur. Það var notandi fastur í kerfinu með gallaðri stöðu sem olli því að listi yfir þjónustufulltrúa brenglaðist.

Vika 41/2019

Uppfærsla á vefþjónum

Uppfærsla á modernus.is vefþjóninum hafði áhrif á Svarbox forritið svo að yfirlit yfir fyrri spjöll sáust ekki frá 10:50 til 11:35. Þau yfirlit voru þó enn aðgengileg á modernus.is vefsíðunni.Page: 1 2 3 4 5 6 7News archive · Event log