Vika 51 (18.12 - 24.12) birt.

Nýr listi birtur á veflistinn.is
Mikil minnkun var á lesningu á vefmiðlum þessa vikunna, enda var fólk að kaupa síðustu jólagjafirnar og undirbúa jólahátðina. Nokkrar áhugaverðar greinar voru á topp listanum og var þeirra á meðal viðtal í Bændablaðinu við framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi um veitingasölu á landinu og hvernig verðlag á veitingum ofbýður ferðamönnum er hluti af því sem kom fram. Öldrunarheimili Akureyrar hefur verið með mánaðarleg kráarkvöld síðasta áratugin og fékk nú vínveitingarleyfi til að minnka óþarfa umstang í kringum það.
Það er alltaf verið að bæta ferðaþjónustukynningarvef höfuðborgarsvæðisins visitreykjavik.is og hefur nú í ár verið stöðugt um 20 þúsund notendur á vefnum í hverri viku síðasta árið.

 

// gudmundur

Skrifað 27. Dec 2017 09:52