Vistun og veföryggi

Svarbox samtöl aðeins vistuð í fjóra mánuði.

Í tilefni nýrra laga um persónuvernd og GDPR höfum við ákveðið að stytta líftíma samtala í Svarboxinu á milli þjónustufulltrúa og spyrjenda annars vegar en lengja til samræmis líftíma samtala á milli þjónustufulltrúa (agent-to-agent chat) hins vegar.

Öll samtöl sem fara um netspjallið Svarbox® verða héðan í frá aðeins geymd í 4 mánuði og eytt sjálfkrafa að þeim tíma liðnum. Fjórir mánuðir þykir okkur nægilega langur tími og í samræmi við 12. gr. laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti.

Aukið veföryggi

Svarboxið og kóði fyrir vefmælingar styðja nú öryggisþætti CSP (Content Security Policy). Vefir sem hafa virkjað CSP vernda gesti sína frá kóða og efni sem á annan uppruna en þá sem vefsíðan treystir. Tæknimenn geta haft samband við okkur um þá headera sem við mælum með.

// gudmundur

Skrifað 27. Sep 2018 09:11