Vika 12 (18.03 - 24.03) birt.

Nýr veflisti birtur á veflistinn.is

Strompurinn fellur

Umferð um vefi jókst vegna steypustrompsins á Akranesi sem felldur var í vikunni, en fyrst var áætlað að hann yrði felldur daginn áður. Umferð um akranes.is hefur aldrei áður mælst jafn mikil og í liðinni viku! Var bein útsending af fellingu strompsins mest skoðaða frétt vikunnar, eins og sjá má hér í listanum fyrir ofan, en 4.601 notendur fylgdust með falli þessa ágæta minnisvarða um íslenska steypu.

Special Olympics

Á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra var góð samantekt um heimsókn íslenskra keppenda á Special Olympics í Abu Dhabi og Dubai. Verðlaunafé var ekki af skornum skammti í keppninni en golf.is greindi frá því að Ásmundur Þór Ásmundsson hefði nælt sér í silfur verðlaun í golfi!

Meðal Íslendinga sem fóru út voru fólk á vegum sjónvarpsþáttarins „Með okkar augum“ og gætum við því fengið að sjá frá keppninni á RUV um páskaleytið.

// gudmundur

Skrifað 25. Mar 2019 11:18