Vika 52 (12.25 - 12.31) birt.

Veflistinn.is uppfærður með nýjum vikulegum tölum.

Að þessu sinni birtum við hér lista yfir mest lesnu fréttir ársins

Við birtum einnig árslistann. Þar kemur fram að vedur.is er mest lesni vefurinn í Samræmdri vefmælingu og hækkaði hann um 11%, eða um 17 þúsund notendur á viku, frá því í fyrra.
Fleiri vefir hækkuðu, en Viðskiptablaðið hækkaði um 16,7% prósent, vr.is hækkaði um 12,8% og island.is hækkaði um heil 40% milli ára! Þarna er líklega aukning vegna upptöku annara vefja á innskráningu í gegnum vefinn, þar á meðal er isnic.is. Í fyrra var island.is með 55.492 notendur á viku að meðaltali og þegar flestir fóru á vefinn voru 90.942 vikulegir notendur taldir. Við teljum að notkun landsmanna á island.is muni aukast mikið á nýju ári.

Séð og heyrt voru með þeim fáu sem lækkuðu mikið á milli ára, en vefurinn er ekki til lengur. Lækkun þeirra var gríðarleg og fór úr 13.170 notendum á mánuði í 2.687.

Gleðilegt nýtt ár! Vonandi verður 2018 farsælt öllum.

// gudmundur

Post created 02. Jan 2018 17:15