Vika 1 (01.01 - 07.01) birt.

Nýr vikulegur listi hefur verið gefinn út á veflistinn.is

Samgöngur

Eins og flest önnur ár þá hefjast þau á aukningu á heimsóknum á alla vefi, þar sem fólk kemur aftur úr jóladvala á vefheima. Nú skulum við byrja þennan fyrsta pistil 2018 á því að fara í gegnum fréttir og greinar vikunnar sem fjalla um samgöngur í tilefni þess að á óvart kom að ein vinsælasta síða í síðustu viku var um tilboð á bílum.
Visitreykjavik.is kennir erlendum ferðalöngum á íslandi að bannað er að keyra utan vega en í frekar löngum texta sem ferðamenn munu eiga í vandræðum með að lesa á meðan að þeir keyra út af Lefisstöð inn á þjóðveginn. Þar vantar þó setningu um að þegar þeir fljúga myndavélaflygildum sínum yfir fallegan foss og hringsóla í kringum hýbíli bóndans á svæðinu, þá má ekki skjóta flygildið niður.

Fundur um skipulag Akureyrar
var haldinn á Fimmtudaginn þar sem kom fram hávaðamengun í kringum umferðaræðar. En á Austurlandi voru áætlanir um Skriðudalsveginn gagnrýndar fyrir að koma fram fyrir brýnni samgöngubætur.

// gudmundur

Post created 08. Jan 2018 10:12