Frítt Svarbox® netspjall fyrir smáfyrirtæki, einyrkja og einstaklinga.

Sumarið var notað til að smíða nýjan Svarboxvef, Svarbox.is, sem Hugsmiðjan ehf. hannaði útlitið á og Guðmundur Örn Leifsson starfsmaður okkar forritaði. Á nýja vefnum er hægt að sækja um og fá afhent FRÍTT Svarbox® netspjall fyrir einn þjónustufulltrúa.

Fríju Svarboxi fylgir eðlilega engin mannleg þjónusta, en þó er ekki um að ræða skerta vefþjónustu eða skertan aðgang að gagnagrunnskerfiu. Gögnum (samtölum) er eytt sjálfkrafa á 120 daga fresti eins og í venjulegu útgáfunni. Hins vegar þurfa notendur að gerast greiðandi viðskiptamenn þegar að því kemur að fjölga þarf svarandi þjónustufulltrúum (til þess er leikurinn jú gerður).

Fría Svarbox-útgáfan verður ekki auglýst sérstaklega, allavega ekki til að byrja með, því nú þegar hafa nokkrir sótt sér forritið. Síðar í haust verður svo settur kraftur í markaðssetningu á eina íslenska vefspjallinu, Svarbox®, sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa notað með góðum árangri allt frá árinu 2004 er það kom fyrst fram. 

Gjörið svo vel og sækið ykkur frítt netspjall á www.svarbox.is.

 

Post created 19. Sep 2019 12:04