Ráðgjafaþjónusta Modernus.


Um 650 vefir fyrirtækja og stofnana treysta á þjónustu Modernus. Meðal þeirra eru mörg af stærstu og fremstu fyritækjum og stofnunum landsins s.s. Tryggingarmiðstöðin, Íslandspóstur, Flugfélag Íslands, Reykjavíkurborg, CCP með eve-online.com sem er án efa stærsta vefsamfélag landsins, stærstu fréttavefir landsins visir.is og mbl.is, vefir Símans siminn.is, simnet.is og hugi.is, íslenska leitarvélin www.leit.is, símaskráin á Netinu ja.is, ásamt vef Alþingis Íslendinga og island.is svo einhverjir séu nefndir. Þá rekur Modernus einnig Samræmda vefmælngu á Íslandi.

Hjá Modernus hefur frá árinu 2000 safnast upp reynsla og þekking sem nú verður miðlað til fyrirtækja og stofnana sem vilja ná meiri árangri á Internetinu


Þjónustunámskeið

Kr. 18.900 + vsk.

Modernus® býður upp á námskeið í notkun og innleiðingu á Svarbox®, Varðhundinum® og Virkri Vefmælingu®. Námskeiðin eru 2-3 klukkutímar að lengd og eru sniðin að þörfum og óskum þeirra sem kaupa þau hverju sinni. Ýmist tæknilegs eða viðskiptalegs eðlis. Námskeiðin eru haldin hjá notendum og miðast við 2 - 10 þátttakendur. Greitt er eftir tímalengd og fjölda. 2-3 tíma námskeið fyrir allt að 10 manns kostar kr. 18.900 auk vsk.


Skýrslugerð

Kr. 4.900 + vsk.

Áfangaskýrslur. Modernus tekur nú að sér að útbúa skýrslur af notendasvæði notenda sem sýna upplýsingar um notkun, leiðargreiningu o.fl., ásamt yfirliti yfir uppi- og tengitíma vefjarins. Skýrslur þessar eru sendar sem PDF skjöl. Einnig er hægt að panta sérsniðnar skýrslur þar sem hægt er að sjá töluleg gögn um allt sem varðar notkun á vef viðskiptavina.