Svarbox®


Svarbox® er heiti á nýjum samskiptahugbúnaði sem gerir almenningi kleift að nýta sér vefi fyrirtækja og stofnana í mun ríkari mæli en áður hefur þekkst. Fólk getur með einum músarsmelli komist í beint sambandi við þjónustufulltrúa og sent þeim textaskilaboð með öruggum hætti. Kerfið er afkastahvetjandi um leið og það eykur þjónustuna við viðskiptavini. Stöðluð svör, samnýting svara o.m.fl. gerir Svarboxkerfið að framtíðarverkfæri hjá nútíma fyrirtækjum og -stofnunum.

  • Flokkar og geymir samtöl miðlægt í gagnagrunni.
  • Tekur við skilaboðum af vefnum og kemur þeim í réttar hendur.
  • Fylgist með hvort skilaboðum hefur verið svarað og lætur vita um ósvöruð erindi.
  • Hentar afar vel fyrir erlend samskipti.
  • Nýtist einnig sem samskiptatæki innan fyrirtækja – frítt.Ókeypis samskipti fyrir viðskiptavini.

Starfsmenn geta auðveldlega annað nokkrum viðskiptavinum samtímis í Svarboxinu og afar auðvelt er að senda samtal milli starfsmanna. Viðskiptavinur getur náð beinu skriflegu sambandi við starfsmenn, eða valið deild eða starfsmann og skilið eftir skilaboð kjósi hann svo – t.d. utan opnunartíma. Að loknu samtali getur viðskiptavinur fengið sent afrit af samtalinu í venjulegum tölvupósti.