Tæknilegar upplýsingar um Varðhundinn®


Í kjölfar umsóknar getur sá sem sótti um Varðhundinn® sett slóðir (vefi) í vöktun hjá Modernus og bætt við notendum sem eiga að fá sendar aðvaranir frá vaktkerfinu.

  1. Veljið Stillingar (efst í valglugganum eftir innskráningu á login.modernus.is)
  2. Veljið Varðhundurinn® í vallistanum og þar undir "þjónar".
  3. Smellið á "Bæta við" og gefið "þjóninum" nafn að eigin vali.
  4. Skrifið inn slóðina (URL) á síðuna sem á að vakta t.d. www.island.is.
  5. Vandið innsláttinn sérstaklega. Portnúmerið er yfirleitt alltaf 80 og svartímamarkmiðið er sjálfkrafa 10 sekúndur. Það þýðir að kerfið býður í allt að 10 sekúndur eftir því að vefurinn svari áður en aðvörun er send út.
  6. Næmni vöktunarinnar er stillt inn undir "Viðvörun á timout nr. 1 þýðir mesta næmni og 5 minnsta. 3 þýðir að kerfið gerir þrjár tilraunir áður en viðvörun er send út. Yfirleitt er þetta stillt á 2-3. Mjög mikilvægir vefir velja 1-2. Minna mikilvægir vefir velja 4-5.
  7. Næst þarf að skrá inn vakthafandi starfsmann undir "bæta við notanda". Sé hakað við SMS sendir kerfið SMS aðvörun á símanúmerið sem skráð er inn hjá viðkomandi notanda undir "mínum stillingum". Fáir þurfa tilkynningu þegar vefur er kominn upp að nýju.
  8. Varðhundurinn getur líka vaktað efnislega hluti. Algengast er að menn vilji fá senda aðvörun ef t.d. orðið "innskráning", "bóka" eða "panta" finnst ekki. Einnig má vakta hvort f óæskileg orð eða orðasambönd dúkki uppi á vefsíðunni. Haka þarf við í box ef um er að ræða skort á viðkomandi texta.
  9. Munið að smella á "bæta við" undir hverjum lið og smella á "Vista" í lokin.