Modernus - Varðhundur®


Varðhundurinn® er sérhæft vaktkerfi fyrir vefi.

Varðhundurinn vaktar alla helstu vefi landsins með því að mæla tengi- og viðbraðgstíma þeirra á 5 mínútna fresti, 24 tíma sólarhringsins, 7 daga vikunnar.

Ef vefurinn svarar ekki sendir vaktkerfið upplýsingar þess efnis með tölvupósti og/eða SMS-skeytum á vakthafandi starfsmenn.

Auðvelt er að kalla fram línurit sem sýnir svart á hvítu hvort vefurinn hefur ávallt verið til taks, eða hvenær hann hefur farið niður. Mikilvægir vefir á borð við vef ríkislögreglustjóra, almannavarna, mbl.is og visir.is treysta Varðhundinum hjá Modernus.