Virk vefmæling®


Virk vefmæling® er íslenskur hugbúnaður, sem er sérhannaður til að mæla og skrásetja upplýsingar um vefnotkun með mestu mögulegu nákvæmni.

Kerfið gefur m.a. ítarlegar upplýsingar um:

 • Hversu margir nota vefinn og hversu oft í einkvæmri mælingu
 • Síðuflettingar (ekki hits)
 • Vefkenni og lén notenda, ip-tölur o.m.fl um notendur
 • Landa - og álfuskiptingu notenda
 • Tilvísanir sem beina notendum inn á vefinn
 • Leitarorð
 • Vinsælustu síðurnar innan vefjarins
 • Tíma sem notandi er á vefnum og tilgreindum síðum
 • Árangur netauglýsinga sem birtar eru hjá þriðja aðila
 • Leiðargreiningu sem sýnir ferðir notenda um vefinn
 • Daglegar og vikulegar skýrslur fyrir markaðsstjóra og ársskýrslur fyrir stjórnendur

Tölulegar upplýsingar er hægt að kalla fram eftir klukkustundum, dögum, vikum, mánuðum og árum. Þær eru settar fram með aðgengilegum hætti á þremur tungumálum, auk íslensku, í súlu- og línuritum, skífuritum og töflum. Hægt er að panta sérsniðnar skýrslur beint úr gagnagrunni á pdf-formi. Allir vefir í fagþjónustu geta tengst gagnagrunni Samræmdrar vefmælingar® endurgjaldslaust.

Frekari upplýsingar